Tagliatelle með beikoni og sveppum

Tagliatelle uppskrift fyrir 2:



Innihald:
sirka 200 gr af tagliatelle pasta
200 gr matreiðslurjómi
niðurskornir sveppir og beikon eftir smekk
1 Sveppakraftur
Salt og pipar
Rifinn ostur
Parmesan ostur

Aðferð:
Pastað er látið sjóða eftir leiðbeiningum á pakkningu í um 7-9 mínútur á suðu en fínt að smakka og ath hvort það sé tilbúið áður en vatnið er tekið frá.
Beikonið og sveppirnir eru steiktir á pönnu með svörtum pipar.
Þegar sveppirnir eru alveg tilbúnir er matreiðslurjóma og sveppakraft bætt út í og látið malla í nokkrar mínútur.
Í lokinn er vatnið sigtað frá pastanu og pastanu ásamt ca lúku af rifnum osti bætt út í rjómablönduna.




Æðislega gott borið fram með parmesan osti og hvítlauksbrauði.

Njótið vel.

Ummæli