Toblerone Djöflaterta
Þessi terta er algjör BOBA. Æðislega góðir og mjúkir botnarnir með toblerone smjörkremi sem bráðnar upp í manni. Þessa tertu gerði ég fyrir 50 ára afmæli hjá stjúpmóðir minni og hún sló rækilega í gegn.

Uppskriftin sem að ég gef ykkur af botnunum er uppskrift af tvemur botnum. Svo getið þið gert eina og hálfa og tvöfalda eftir þvi sem tilefnið er. Ég gerði eina og hálfa uppskrift þar sem ég vildi hafa kökuna aðeins stærri.

Innihald 2 botnar:

2 bollar sykur
1 3/4 bolli hveti
3/4 bolli kakó
1 1/2 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk matarsóti
1 tsk salt
2 egg
1 bolli mjólk
1/2 bolli olía / ekki nota ólívu
1 msk vanilludropar
1 bolli sjóðandi vatn

Ofninn er hitaður í 180 gráður

Aðferð:
Öllum þurrefnunum er blandað saman í hrærivélinni, næst fer mjólkin, eggin, olía og vanilludroparnir og hrært vel. Í lokinn er sjóðandi vatninu brætt saman við og hrært varlega.
Deigið er sett í tvö vel smurð form og inn í ofn í 25-30 mínútur.

Þegar botanarnir koma út er gott að láta þá standa í formunum í 20 mínútur áður en kakan er tekin úr og hún látin alveg kólna áður en kremið er sett á.

Krem innihald:

500 gr smjör við stofuhita
1 msk mjólk
1 msk vanilludropar
1 tsk salt
750 gr flórsykur
150 gr toblerone

100 gr toblerone til skrauts

Aðferð:
Smjörið, flórsyri, salti, vanilludropum og mjólk er hrært saman í hrærivélinni þar til kremið er orðið mjúkt og kekkja laust.
Toblerone súkkulaðið er brætt yfir vatnsbaði eða í örbylgju. Súkkulaðið á ekki að sjóða bara rétt að bráðna og því hellt út í kremið og þeytt vel.

Kremið er borið á kökuna en ég nota sprautupoka svo að kremið verði jafnara milli botnanna. Kökuna er hægt að skreyta að vild með mulnu toblerone og hægt að leika sér með kremið.
Njótið vel :)


Fleiri uppskriftir eftir mig er hægt að finna á www.gigjas.com og www.facebook.com/gigjas

Ummæli