Hollari pönnukökur

Það er búið að vera hefð á laugardögum í smá tíma ef við erum bæði heima að gera pönnukökur. Ég geri þó alltaf aðeins hollari útgáfu af þeim, án hveiti og sykurs og þær eru æðislegar.Uppskrift;
1 stór banani eða 1 og hálfur minni
3 egg
1 bolli hafrar
3 msk mjólk
1 tsk vanilludropar
hálf tsk kanill
hálf tsk lyftiduft

Allt sett saman í blandarann áður en þær eru settar á pönnuna.Njótið vel <3

Ummæli