Það er fátt jólalegra en hinir klassísku lakkrístoppar og allt í lagi að poppa aðeins uppá þá.
Ég prófaði að nota piparlakkrískurl og hvítt súkkulaði og það kom rosalega vel út.
Ég veit ekki hversu margar marens uppskriftir ég hef gert um ævina sem hafa misheppnast, en ég ætla gefa ykkur smá tips áður en þið byrjið og ef þið hafið ekki gert lakkrístoppa áður.
TIPS
-Passið að hræriskálin sé alveg hrein, engin fita í henni
-þegar þið byrjið að þeyta (á góðum hraða) ekki hætta, leyfið marensnum að þeytast alveg þangað til blandan verður alveg hvít og þykk þá er í lagi að stoppa
-ekki láta marensinn standa of lengi á borðinu, farið strax og setjið hann á bökunarplötuna
-topparnir stækka aðeins í ofninum svo ekki hafa þá of nálægt hvort öðrum
-þegar topparnir eru farnir inn í ofninn má ekki opna ofninn því þá geta þeir fallið
-Þegar topparnir koma út er gott að leyfa þeim að kólna á plötunni áður en þeir eru teknir af pappírnum
Einnig getur ástæða misheppnaðra lakkrístoppa verið: Gamall lakkris, of mikið bakaðar kökurnar eða of lítið þeyttar eggjahvítur.
Vonandi hjálpar þetta einhverjum sem hefur verið í basli með lakkrístoppa og marens.
Uppskriftin gerir um 40 toppa í stærra lagi, milli 40 og 50 minni toppa
Ofninn hitaður í 140 gráður blástur
Innihald:
3 eggjahvítur
200 gr púðursykur
150 gr piparfyllt lakkrískurl með súkkulaði (er í poka þar sem bökunarvörurnar eru i bónus)
100 gr hvítir súkkulaði hnappar
Aðferð:
Egg og púðursykur fara saman í hrærivélina og stífþeytt, þegar marensinn er orðinn hvítur og þéttur er súkkulaðinu blandað varlega með sleif og næst litlar kúlur myndaðar með skeiðum á bökunarplötu.
Topparnir fara inn í ofn í 20 mínútur
Njótið vel :)
Getið fylgst með hvað er nýtt hverju sinni inn á like síðunni minni á facebook. : www.facebook.com/gigjas
Ummæli
Skrifa ummæli