Mexikóskt kjúklinga lasagna
Mexikóskur matur er í miklu uppáhaldi hjá mér, ég er algjör sökker fyrir vefjum, takkó, nachosi og þessum klassíska mexikanska mat. Þegar ég fer erlendis þá næ ég einhvernegin alltaf að finna mér góða mexikanska veitingastaði til að smakka, vil hafa þá svo sterka að það leki nánast úr nefninu á mér. Í uppskriftinni sem ég ætla að gefa ykkur er hægt að ráða svolítið sterkleikanum með að hafa meira eða minna af jalapeno og cayanne pipar. Miðað við mína uppskrift myndi ég segja að það væri medium-hot á sterkleikaskalanum;)
Uppskriftin dugir fyrir 6 fullorðna
Undirbúningur 15 mínútur
Eldun 40 mínútur
Ofninn er hitaður í 180 gráður
Fint að hækka upp í 200 síðustu 5 mínuturnar til að dekkja ostinn ef hann er ekki orðinn brúnleitur
Innihald:
Heill tilbúin kjúklingur (örugglega gott að nota hakk líka ef þið kjósið það)
200gr gular baunir
200gr nýrnabaunir
Stór dós kotasæla
1 krukka salsasósa (eg notaði Hot)
300 gr niðursoðnir tómatar
jalapeno eftir smekk, ég notaði eins og hálfan bolla
1 laukur
1 msk cayanne pipar
1 tsk hvítlaukssalt
2 poki pizzaostur frá gott í matinn
4-6 tortillakökur, fer eftir þvi hversu stórar þið notið
toppur, eftir að lasagnað kemur út:
18% sýrður rjómi frá gott í matinn
ferskur kóríander, graslaukur og avocado.
Aðferð:
Kjúklingurinn er rifinn niður (ég keypti tibúin kjúkling í nettó)
Í stóra skál er öllu blandað saman nema það sem fer á toppinn í lokinn.
Blandan fer síðan í stórt eldfast form sitt á hvað með tortilla kökunum og smá osti á milli. Blandan fer fyrst í formið því kökurnar gætu brunnið við það. Síðan er endað á blöndunni og rétturinn settur inn í ofn. Þegar rétturinn hefur veirð inni í um 10-15 mínútur er fínt að strá restinni af ostinum yfir.
Borið fram eitt og sér eða með nachos (og ísköldum corona ef þið viljið fara all in í mexicoveislunni)
Njótið vel :)
Ég set allt það nýjasta frá mér á like síðuna mína á facebook ef þið viljið fylgjast með:
www.facebook.com/gigjas
Ummæli
Skrifa ummæli