Dúnmjúkar súkkulaðibita og M&M smákökur

M&M kökur






Þessi uppskrift er æðislega góð, kökurnar eru dúnamjúkar og bráðna uppí manni. 

Innihald:

Þetta er stór uppskrift og gerir um 50-60 kökur. Auðvelt að gera uppskriftina helmingi minni ef þið eruð hógvær.

300 gr smjör við stofuhita
2 bollar púðusykur
1/2 bolli sykur
2 tsk vanilludropar
2 egg
3 1/2 bollar hveiti
2 pakki vanillu royal búðings duft
2 tsk matarsódi
1 tsk salt
150 gr súkkulaðidropar
150 gr hvítir súkkulaðidropar
 300 gr M&M

Aðferð:

Ofninn er hitaður í 180 gráður

1/4 af  M&M tekinn til hliðar til að nota ofan á kökurnar, ég tók grænu og rauðu frá því þær eru jólalegastar.

Hrærið saman í hrærivélinni smjör, púðusykur, sykur í um 2 mínútur og bætið svo eggjunum og vanilludropunum út í og hrærið.
Í Aðra skál blandið saman hveiti, vanillubúðings dufti, matarsóta og salti og bætið því svo út í hrærivélina. (best að nota hnoðarann á hrærivélinni en ekki þeytarann). 
Í lokinn er súkkulaðidropunum og M&M bætt við og hnoðað með höndunum þar til allur mulningur hefur blandast saman í degið.
Degið er sýðan hulið og sett í ískáp í um klukkutíma.
Næst eru gerðar kúlur úr eins og 1-2 matskeiðum og M&M raðað ofan á. Ekki hafa áhyggjur af því að degið sé of þykkt eða stíft það á að vera þannig. 
Kökurnar fara inn í ofn í 10-12 mínútur og þeim er leyft að kælast í 10 mínútur áður en þær eru teknar af bökunarpappírnum.


Njótið vel :) með íískaldri mjólk! mm 

Ummæli