Salsa Kjúklingur


Sólin lét loksins sjá sig í dag eftir nánast heilan mánuð af rigningu og því var fagnað með sumarlegum salsa kjúkling. Það er alltaf mikil gleði hjá mér þegar ég finn fljótlega rétti sem eru líka æðislega góðir og þessi réttur fer í þann dálk.
Salsað sem fer á kjúklinginn er líka æðislega gott eitt og sér, svo ég mæli með að gera gott magn af því til að eiga með snakki seinna um kvöldið.

Undirbúningur 10 mínútur
Eldunartími 35-40 mínútur

Hitið ofninn í 180 gráður

Uppskrift fyrir 4 
(ég var með 3 bringur en salsa uppskriftin dugir fyrir 4)



4 Kjúklingabringur
Salt og pipar
Pizzaostur frá MS
4-5 tómatar
hálfur rauðlaukur
2 græn chilli
lime
Kóríander eftir smekk

Aðferð:

bringurnar eru settar í form og kryddaðar.

Grænmetið skorið í teninga, og sett í skál ásamt kóríander og lime safa.

Salsað er síðan sett yfir kjúlinginn og ostinum stráð yfir.

Rétturinn fer inn í ofn í 35-40 mínútur.

Gott er að setja ferskan kóríander yfir réttinn þegar hann er tilbúinn



Þið getið síðan bætt í salsauppskriftina ef þið viljið eiga auka

Með kjúklingnum var ég með grjón, nachos og sýrðan rjóma. Auðvitað er hægt að hafa það sem ykkur finnst gott en ég ætla að prófa næst að hafa guacamole líka.


Njótið vel :)
Fleiri uppskriftir frá mér er hægt að nálgast inn á www.gigjas.com og facebook.com/gigjas

Ummæli