Aspas kjúklingur og parmesan kartöflur


Aspas kjúklingur og parmesan kartöflurGerði þennan æðislega kjúkling í kvöld og hann sló heldur betur í gegn, kjúklingurinn var ekkert smá ferskur og góður og sætu kartöflurnar með þeim betri sem ég hef gert.
Með þessu bar ég svo uppáhalds köldu sósuna mína sem er bragðbættur sýrður rjómi sem er góður með flest öllum mat finnst mér.

Það er auðvitað misjafnt fyrir hversu marga rétturinn er eldaður og hvað hver vill hafa mikið af kryddi ofl svo ég gef ykkur uppskriftina í frekar grófum dráttum

Ofninn hitaður í 200 gráður blástur

Innihald kjúklingur
Kjúklingur
Ostur 26% ostur frá MS
Aspas (mv. 2-3 á mann)
sítrónubörkur
salt og pipar
paprikukrydd

Kartöflur
Stór sæt kartafla (dugir fyrir 2-3)

1 hvítlauks rif
3-4 msk olía
salt og pipar eftir smekk
3 msk rifinn parmesan ostur, ferskur eða í kryddi
italian krydd eftir smekk
parsley kridd

Sósa:
18% sýrður rjómi frá ms
1 hvítlauks rif
safi úr hálfri sítrónu
salt og pipar eftir smekk

Öllu hrært saman við sósuna 

Aðferð:

Karteflurnar eru skornar í litla teninga
í sál er olíunni ásamt hvítlauk og kryddunum blandað saman fyrir utan parsley, það fer á karteflurnar þegar þær koma úr ofninum.
Kartöflunum er velt upp úr olíublöndunni og raðað á ofnplötu
Smá olía er skilin eftir til að pensla aspasinn

Kjúklingurinn er skorin þvert eins og opnaður eins og umslag
kryddaður með salti og pipar og sítrónubörkur er rifinn fínt yfir
Osturinn og olíuborinn aspasinn er svo settur inn í, kjúklingnum lokað og kryddaður með salti, pipar og papriku kryddi
Kjúklingurinn er þá settur á ofnplötuna með kartöflunum og bakað í ofninum í 25-30 mínútur.


Njótið vel, fleiri uppskriftir frá mér er að finna á www.gigjas.com og www.facebook.com/gigjas

Ummæli