Buffalo blómkál


Buffalo blómkál með gráðostasósuBuffaló vængir eru miklu  uppáhaldi hjá mér og þegar ég er í ameríku þá leita ég uppi vængja staði og panta mér þá sterkustu. Fyrir stuttu uppgötvaði ég svo að það eru margir staðir sem selja buffalo blómkál og ég verð að segja að mér finnst það guðdómlega gott! Ég hef alltaf ætlað að prófa að gera þá sjálf og sló loksins til og það heppnaðist líka svona rosalega vel.

Þetta er skemmtilegur party réttur og það er hægt að hafa tannstöngla við hliðiná og dýfa ofan í sósuna. Einnig er þetta sniðugur forréttur og ég myndi segja að uppskriftin sem ég gef ykkur sé eins og forréttur fyrir 4, eða bara aðalréttur fyrir 2 eins og við vorum með það í kvöld.

Undirbúningur 10 min
Eldun 35 min

Innihald blómkál:
1 stór blómkálshaus
1/2 bolli hveiti
1/2 bolli vatn
salt og pipar eftir smekk
2/3 bolli buffalóvængja sósa 
2 matskeiðar smjör
Gott að hafa sellerí eða gulrætur með til að dýfa í sósuna

Innihald sósa:
200 gr 18% sýrður rjómi frá gott í matinn
100 gr gráðostur
safi úr hálfri sítrónu
salt og pipar

Aðferð Blómkál:
Ofninn er hitaður í 220 gráður undir og yfir hita

Í stóra skál er hveiti, vatni og salt og pipar blandað saman og blómkálsbitunum vellt upp úr blöndunni

Blómkálinu er næst raðað á ofnplötu og sett í ofninn í 20 mínútur

Á meðan blómkálið er í ofninum þá er smjörið brætt og hot sósunni blandað saman við. Einnig líka fínt að byrja á að útbúa gráðostasósuna.

Næst er blómkálið tekið út og penslað með sósunni og sett aftur inn í ofn í 15 mínútur þar til það hefur tekið smá lit

Aðferð sósa:
Gráðosturinn er skorin smátt og honum blandað saman við sýrða rjómann. Sítrónan er kreyst yfir og sósan krydduð með salti og pipar að vild.

Njótið vel kæru lesendur, rétturinn verður heldur ekki verri með ííísköldum bjór.. 

Þið getið fylgst með facebook síðunni minni fyrir nýjustu uppskriftir www.facebook.com/gigjas og www.gigjas.com

Ummæli