Kókosbolludraumur




Þessi er sannkölluð B.O.B.A

Svakalega góður og auðveldur desert. Lítið mál að stækka uppskriftina en ég gerði hana tvöfalda fyrir stórt fjölskylduboð nú á dögunum og desertinn dugar vel fyrir um 15-20 manns 

innihald: 
1 marensbotn (fæst tilbúinn td í bónus)
4 kókosbollur
hálfur lítri rjómi
150 gr Lakkrískurl
3 mars
Bláber og jarðaber (eða aðrir ávextir)

Aðferð:
Mulinn marensinn og kókosbollurnar fara í botninn á formi. 



Næst fer þeyttur rjóminn og lakkrískurlið og rjómanum er þjappað vel ofan í formið.



Ofan á fer smátt skorið mars og ávextir.

Njótið vel <3

Ummæli