Fylltar kjúklingabringur með jalapeno og Óðals maribó


Þið sem fylgist með blogginu mínu vitið kannski að ég er mikið fyrir að prófa nýjar kjúklinga uppskriftir. Þessi er æðislega góður. Rjómakenndur og svolítið sterkur, þið getið auðvitað ráðið því svolítið með hversu mikið jalapeno þið setjið. Ég mæli með þessum næst þegar þið viljið gera vel við ykkur.Uppskrift:

Mælingin sem ég gef ykkur passar fyrir 4 manns


Ofninn hitaður á 180 gráður blástur

4x kjúklingabringur
5-6 sneiðar maribo ostur / skorin í teninga
100 gr rjómaostur frá gott í matinn
4 beikon sneiðar / skornar smátt
jalapeno
salt og pipar


Aðferð:
Rákir eru skornar í kjúklinginn, passið að fara ekki alveg í gegnum hann
Rjómaost, beikoni, maribo ost og salt og pipar er hrært saman
Blöndunni er þá pressað ofan í rákirnar á kjúklingnum og jalapenoinu meðfram
kryddað með salti og pipar og inn í ofn í 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.


Með kjúklingnum var ég með kartefluskífur og sýrðan rjóma frá gott í matinn. Sýrði rjóminn með graslauk er í miklu uppáhaldi á þessu heimili og mér finnst hann passa vel með flestum kjúkling. 

Ummæli