Ofnbakaður fiskur í raspi

Þessi er í miklu uppáhaldi hjá litlu fjöslkyldunni, svo auðvelt og gott..
Upprunalega sá ég þessa aðferð hjá Sólrúnu Diego, fínt að losna við bræluna sem fylgir a steikja svona fisk í raspi.Ofninn stilltur á 200 gráður blástur

Innihald
Fiskur í raspi
1 stór laukur
smjör eftir smekk
aromat
salt og pipar
sítrónusafi

Meðlæti
Forsoðnar kartöflur með olíu, salti, pipar og timian
Aðferð:

fiskurinn er settur í eldfast form og lauknum, smjöri, kryddi og sítrónusafa er dreyft yfir fiskinn.

Mér finnst gott að hafa svoldið mikið af smjöri og aromatið gerir mikið líka.

Fiskurinn og kartöflurnar fara í ofninn í 20 mínutur

Njótið vel, Gígja S


Ummæli