Rækjur í chilli og hvítlauk

Gerði þessar æðislegu rækjur í kvöld en ég keypti rækjurnar í krónunni, heita tígris rækjur. Æðisleg uppskrift sem rífur aðeins í. Þið getið auðvitað ráðið hversu mikið af chilli þið notið.Uppskrift:

500 gr Tígris rækjur
2 msk smjör
2 msk olía
2 hvítlauksrif
smátt skorin ferskur chilli
ca 1 matskeið ferskt kóríander saxað
salt


Aðferð:

Á pönnu við miðlungs hita fer smjörið og olían og þegar smjörið er bráðnað fara rækjurnar útí.

Rækjurnar eru látnar malla í smjörinu þar til þær eru orðnar bleikar að lit, þá er restin sett á pönnuna og látið malla í um 1 mínútu.

Hægt er að bera rækjurnar fram á ýmsa vegu, til dæmis með grjónum, núðlum, pasta, brucetta brauði eða bara einar og sér.

Njótið vel, Gígja S
Ummæli