Grilluð kjúklingalæri með sumarlegu hrísgrjónasalati






Þessi réttur er sumarið fyrir mér, en ég hef fengið þennan rétt ansi oft heima hjá pabba mínum og stjúpu og fékk leyfi til þess að deila þessari skotheldu sumaruppskrift með lesendum mínum.

Uppskriftina er hægt að stækka og minnka að vild en það er flott að áætla um 3 kjúklingaleggi á mann og uppskrifin af hrísgrjónasalatin dugir fyrir amk 6 manns.

Kjúklingaleggir:
Olía
ítalskt pastakrydd frá pottagöldrum
Rósmarín
Garlic og parsley krydd frá McCormic
svartur pipar

Grjónasalat:
2 pokar grjón 
1 púrrulaukur 
200 gr grænt pestó
1 krukka sólþurrkaðir tómatar
1 dós maísbaunir
2 litlar krukkur veislu fetaostur 

Grjónasalatið er ekki borðað heitt þannig það er hægt að útbúa það kvöldið áður eða fyrr um daginn sem er mjög þæginlegt, þá er það eina sem þarf að gera að skella kjúklingnum á grillið.


Skref 1:
Grjónin er soðin samkvæmt leiðbeiningum

Skref 2:
Púrrulaukurinn er skorin smátt, sólþurrkuðu tómatarnir eru þerraðir og skornir niður og olían er tekin af fetaostinum og maísbaununum áður en því er blandað saman við grjónin. 

Skref 3:
Kjúklingurinn er þerraður og penslaður með kryddblöndunni áður en hann er settur á grillið. Best er að elda kjúklinginn þegar hann hefur náð stofuhita svo hann sé safaríkur og mjúkur. 

Réttinn bar ég einnig fram með sýrðum rjóma með púrrulauk, dásamlega gott. 

Sumarkveðjur, Gigja S 

Ummæli