Það má alveg segja að Ítalía sé trending um þessar mundir og ég hef fengið ótal fyrirspurninir um ferðina mína á vínekruna Fontanafredda svo ég ákvað að skella í stutt blogg fyrir þá sem hafa áhuga.
Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer í vínsmökkun en það hefur verið á döfinni lengi. Við heimsóttum Fontanafredda á Ítalíu sem var alveg dásamleg upplifun. Staðurinn býður upp á að vera yfir nóttu á fallegu hóteli á mjög góðu verði sem mér finnst mikill kostur eftir vínsmökkun. Einnig er michelin stjörnu veitingastaður á svæðinu sem ég mæli eindregið með að fara á.
Þegar við mættum byrjuðum við á að fara í víntúr og fræðast um svæðið og söguna, virkilega áhugavert. Túrinn endaði á vínsmökkun og ég er ekki frá því að ég kunni ennþá betur að meta vín eftir túrinn. Þegar túrnum var lokið kíktum við í bæinn Alba þar sem við héldum áfram að smakka vín frá fontanafredda og fengum okkur léttan mat áður en við fórum að gera okkur tilbúin fyrir dinner á veitingastaðnum Guidoristorante. Við gistum á La foresteria hótelinu um nóttina, en það eru líka fleiri gisti möguleikar í boði.
Það sem heillar mig líka við að heimsækja staðinn er að mikið af vínunum sem eru gerð á svæði fást heima. Ég ætla að deila með ykkur link af þeim vínum sem mér fannst standa upp út í víntúrnum:
https://www.dutyfree.is/vara/112-3619 GAVI - Hvítvín. Unaðslega gott
https://www.vinbudin.is/heim/vorur/stoek-vara.aspx/?productid=21791/ Virkilega gott rauðvín sem við vorum búin að smakka áður en við fórum í vínsmökkunina og má segja að við urðum mjög spennt að fara á svæðið eftir að við smökkuðum hana.
https://www.vinbudin.is/heim/vorur/stoek-vara.aspx/?productid=23088/ Þessi er gífurlega góð og bragðmikil - fyrir lengra komna.
http://www.fontanafredda.it/site/en/home_en/
Þetta var í fyrsta skipti sem ég fer í vínsmökkun en það hefur verið á döfinni lengi. Við heimsóttum Fontanafredda á Ítalíu sem var alveg dásamleg upplifun. Staðurinn býður upp á að vera yfir nóttu á fallegu hóteli á mjög góðu verði sem mér finnst mikill kostur eftir vínsmökkun. Einnig er michelin stjörnu veitingastaður á svæðinu sem ég mæli eindregið með að fara á.
Þegar við mættum byrjuðum við á að fara í víntúr og fræðast um svæðið og söguna, virkilega áhugavert. Túrinn endaði á vínsmökkun og ég er ekki frá því að ég kunni ennþá betur að meta vín eftir túrinn. Þegar túrnum var lokið kíktum við í bæinn Alba þar sem við héldum áfram að smakka vín frá fontanafredda og fengum okkur léttan mat áður en við fórum að gera okkur tilbúin fyrir dinner á veitingastaðnum Guidoristorante. Við gistum á La foresteria hótelinu um nóttina, en það eru líka fleiri gisti möguleikar í boði.
Það sem heillar mig líka við að heimsækja staðinn er að mikið af vínunum sem eru gerð á svæði fást heima. Ég ætla að deila með ykkur link af þeim vínum sem mér fannst standa upp út í víntúrnum:
https://www.dutyfree.is/vara/112-3619 GAVI - Hvítvín. Unaðslega gott
https://www.vinbudin.is/heim/vorur/stoek-vara.aspx/?productid=21791/ Virkilega gott rauðvín sem við vorum búin að smakka áður en við fórum í vínsmökkunina og má segja að við urðum mjög spennt að fara á svæðið eftir að við smökkuðum hana.
https://www.vinbudin.is/heim/vorur/stoek-vara.aspx/?productid=23088/ Þessi er gífurlega góð og bragðmikil - fyrir lengra komna.
Karfa með Vínum sem mér fannst standa upp úr.
Nokkrar myndir frá svæðinu
Ég gerði highlight á instagraminu mínu ´gigjas´ merkt fontanafredda ef þið viljið sjá meira.
Endilega sendið mér línu á gigjas89@gmail.com ef þið hafið einhverjar spurningar.
Hér er linkur á síðuna þeirra fyrir þá sem vilja bóka þessa upplifun:
http://www.fontanafredda.it/site/en/home_en/
Ummæli
Skrifa ummæli