Veislumatur


Ég hélt upp á þrítugsafmælið mitt þann 29 júní síðastliðin en ég varð þrítug þann 30 júní.
Vildi gera smá blogg og deila með ykkur hvað ég bauð upp á afmælinu, þar sem það er alltaf gaman að fá hugmyndir fyrir veislur.



Ég vildi hafa veigarnar auðveldar, en ég pantaði “aðal” réttinn og “aðal” desertinn en ákvað að gera nokkra rétti sjálf líka. Færslan er ekki gerð í samstarfi við aðilana hér að neðan en hún inniheldur #gjöf 


Matinn pantaði ég frá Bombay Baazar, dásamlega góður indveskur matur sem sló rækilega í gegn. Það voru allir mjög lukkulegir að fá svona óhefðbundinn og góðan veislumat. Þið getið skoðað heimasíðuna þeirra hér: http://www.bombaybazaar.is/menu 



Ég leigði ís kælir frá Hafís í hafnarfyrði og 3 tegundir af kúluís þar á meðal var einn vegan ís. Mér fannst það heillandi útaf nokkrar vinkonur mínar eru vegan. Ótrúlega sniðug lausn fyrir desert í veislur og einstaklega sumaregt. Kælirinn kom með formum, skeiðum og ískeiðum og fólk bjargaði sér sjálft allt kvöldið með ísinn. Hægt er að vera í sambandi við ísbúðina hér: www.hafis.is


Ég vildi hafa mini borgara með, uppá ef einhver borðar ekki indveskan þá eru þeir frekar safe. Ég keypti borgara og brauð frá fabrikkunni í krónunni og grillaði þá kvöldið áður. Eina sem ég þurfti að gera var að krydda borgarana, setja sneið af maribó ost, smá kál og loka. Síðan var ég með sósur til hliðar. Ég gerði 120 borgara sem kláruðust allir, þannig það var rétt hjá mér að borgararnir væru gott múv. 



Einnig gerði ég litlar bollakökur, ég geri litlar bollakökur fyrir flestar veislur, þær slá alltaf í gegn og fallegt að skreyta borðin með þeim. Ég notaði súkkulaði botna núna, en uppskriftina af uppáhalds bollakökunum mínum er að finna hér:


Síðan en ekki síst var ég með ostaborð, dýrindis ostar frá MS. Ostarnir sem ég notaði í borðið voru, Óðals Tindur, Óðals Maribo, Dala hringur, Ljótur, Bónda Brie, Kastali, Höfðingi, Gráðostur og mexico ostur. Borðið skreytti ég síðan með ýmsum skinkum sem ég keypti í costco, berjum og sultum. Vínflöskurnar fengu að vera á ostaborðinu sem var sniðug hugmynd því þá gat fólk fyllt á glösin meðan það var að gæða sér á ostaveislunni. 




Við erum mikið vín fólk og mér fannst mikilvægt að bjóða upp á góð vín. 

Það kom auðvitað ekki annað til greina að vera með rauðvín og hvítvín frá Fontanafredda vínhéraðinu á Ítalíu sem við vorum ný búin að heimsækja þar sem við heilluðumst af vínunum þeirra. Okkur til mikillar ánægju fást þau hér heima og á góðu verði. 



Ég vildi hafa fallegt borð þar sem fólk fékk sér fordrykk. Var með rósavínið M minuty sem er í miklu uppáhaldi og við það passaði vel að hafa rósa freyðivín frá freixenet samhliða. Klakana skreytti ég með blómum úr ikea.





Við vorum með tjald úti á palli þar sem ég gerði GIN bar, einnig var allur bjór úti. Ég vildi hafa allt sem er sull í kringum úti. Bjórinn vorum við með í litlum fötum, hjólbörum og fiskikari. Það var mikil útihátíðarstemming í tjaldinu sem er bara gaman. Þannig inni og úti var alveg tvennt ólíkt.








Vonandi að þið hafið fengið einhverjar hugmyndir fyrir veisluhöld, 
sumarkveðjur <3 


Ummæli