Rjómapasta með rækjum og hvítlaukEinstaklega bragóður pastaréttur sem er veisla fyrir bragðlaukana

Uppskrift fyrir 4 fullorðna

Innihald:

500 gr. risarækjur
400-500 gr. pasta (mér finnst best að nota spagettí eða tagiatelle í þessa uppskrift)
1 msk olía
6 hvítlauksrif
2 msk ósaltað smjör
salt og pipar
1/2 bolli hvítvín
1 1/2 bolli rjómi eða matreiðslurjómi frá gott í matill
1/2 bolli rifinn parmesan ostur
Smátt söxuð steinselja eftir smekk


Aðferð:

Pastað er soðið í potti eftir leiðbeiningum á pottinum
Olía er hituð á pönnu og rækjurnar steiktar ásamt salti og pipar í um 2 mínútur á hvori hlið eða þar til þær eru orðnar bleikar, þá eru þær teknar af pönnunni.
Í olíuna fer smjörið og hvítlaukurinn og látið málla í smá stund á vægum hita
Næst fer rjóminn og hvítvínið á pönnuna og suða látin koma upp, þegar suðan er komin upp er rifnum parmesan osti bætt út í
Þegar rjóminn hefur þykknað aðeins þá er rækjunum bætt aftur út á pönnuna og steinselju stráð yfir ásamt salti og pipar eftir smekk.
Í lokinn er pastað sett á diska, rjóma og rækjublandan er sett yfir pastað. Einnig er fallegt að skreyta diskinn með steinselju og meiri parmesanost.
Njótið vel, Gígja S

Ummæli