Fylltar Mexico Kartöflur




Þessar fylltu katröflur eru guðdómlega góðar, ég elska mexicanskan mat eins og mörg ykkar vita. Chili, sýrður rjómi og kóríander er eitthvað sem getur ekki klikkað, og gerir réttinn einstaklega ferskan og góðan. Ég hef gert nokkrar útgáfur af fylltum kartöflum og þessar slá hinum við að mínu mati.

Inninhald fyrir 4:

2 sætar kartöflur (Velja þær sem eru langar og ekki of breiðar)
2 kjúklingabringur ( eða tilbúin kjúklingur, hægt að kaupa kjúklingastrimla td)
Hálfur rauðlaukur
Hálf krukka fetaostur
Avocado
Sýrður rjómi 18% frá gott í matinn
Kóríander
Salt og pipar
Olía


Aðferð:

Ofninn hitaður í 200 gráður blástur

1. Kartöflurnar eru skornar langsum, gaffall er notaður til að stinga lítil göt og hitaþolin olía borin á kartöfluna. Kartöflurnar fara í ofninn á bökunarpappír í um klukkustund eða þar til þær eru mjúkar í gegn.

2. Kjúklingurinn er steiktur ef þið hafið keypt hann óeldaðann.

3. Á meðan kartöflurnar eru í ofninum er fínt að skera laukinn, og setja lauk, fetaost og smátt skroinn kjúkling saman í skál.

4. Avocado er stappað, chilli skorið og kóríander rifinn niður.

5. Þegar kartöflurnar eru tilbúnar er skafað innan úr þeim með skeið, passið að fara ekki of langt ofan í.

6. Innihaldið í kartöflunni er blandað saman við kjúklinginn, laukinn og fetaostinn og blandan sett aftur í kartöfluna, saltað og piprað eftir smekk.

7. Á toppinn fer avocado, sýrður rjómi, chilli og kóríander.


Kartaflan finnst mér næg borin fram ein og sér, ekki nauðsynlegt að hafa meðlæti með henni.





Njótið vel kæru lesendur, Gígja S

Ummæli