Lúxus kjúklingaréttur með beikoni og fetaosti

Ég ákvað að gera annað blogg með þessum rétt og nota nýja mynd þar sem hitt bloggið er orðið fremur gamalt. En þessi réttur er mest lesni rétturinn á blogginu mínu frá upphafi.

Uppskrift fyrir 4:

4 stórar kjúklingabringur
lítill pakki beikon
döðlur eftir smekk, ég notaði ca 20 döðlur
hálf dós fetaostur
rifinn ostur 

Meðlæti: td sætar kartöflur og/eða salat.


Aðferð: Hitið ofninn í 180 á blæstri

Ath: Ávallt leyfa kjúklingnum að ná stofuhita áður en hann er eldaður, það kemur í veg fyrir að hann verði seigur.

Tips: Þrífa skæri og nota þau til að klippa bæði beikonið og döðlurnar

1.
Grillið kjúklinginn á mínútugrilli (fljótlegasta aðferðin, auðvitað er hægt að elda hann í ofni eða á pönnu líka, bara að hann sé eldaður í gegn)

2.
Steikið beikonbitana

3.
Þegar beikonið og kjúklingurinn er tilbúin þá er bringunum raðað í eldfast form og beikoni, döðlum, fetaosti þjappað ofan á kjúklingin og rifnum osti stráð yfir. 

Hitað í ofninum í 10-15 mínútur.

Njótið vel kæru lesendur <3 


Ummæli