Ég hef fengið þennan rétt heima hjá pabba mínum og stjúpu síðan ég var lítil og hann er alltaf jafn bragðgóður. Fullorðnir og börn elska þenna bragðgóða og auðvelda kjúklingarétt.
Dugir vel fyrir 4-5 fullorðna
Innihald:
1 tilbúin kjúklingur
300 gr mæisbaunir í dós
2x pokar grjón
Sósan:
3 msk smjör
1 msk karrý
3 msk hveiti
1 bolli matreyðslurjómi
1 bolli vatn eða mjólk
1 kjúklingakraftur
salt og pipar eftir smekk
Toppur:
Parmesan ostur
Chilli flögur / Krydd
Aðferð:
1. Grjónin eru soðin eftir aðferð á pakkningum
2. Kjötið er tekið af kjúklingnum og skorið niður í litla bita
3. Sósan - Smjör er sett í pott og það brætt. Næst fer karrý og hveiti saman við og hrært vel með písk. Þar næst fer rjóminn, vatnið, kjúklingakrafturinn, salt og pipar saman við og hrært vel svo sósan skilji sig ekki.
4. Þegar grjónin og sósan eru tilbúin þá er öllu blandað saman. Grjón, mæis, kjúklingnum og sósunni.
5. Rétturinn er borin fram með parmesan osti, chilliflögum og góður með brauði. Hvítlauks eða naan brauði.
Njótið vel, Gígja S
Ummæli
Skrifa ummæli