Ostabakki er æðisleg hugmynd við hvaða tækifæri sem er. Ég hef gert nokkrum sinnum ostabakka fyrir tilefni hér heima og það slær alltaf í gegn þannig ég ákvað að deila með ykkur hinum fullkomna ostabakka að mínu mati, og segja ykkur skref fyrir skref hvernig það er best að útbúa bakkann.
Klassískt innihald í ostabakka:
Ostar
Sulta
Kex
Kjöt/skinkur
Ávextir og ber
Hnetur
Súkkulaði
Ostarnir sem ég valdi í bakkann eru mínir eftirlætis ostar:
Dala Auður
Höfðingi
Gráðostur
Dala hringur
Dala Brie
Mexico ostur
Sterkur Óðals Gouda
Þegar raða fer á bakkann er best að gera það í þessari röð:
1.Leggja ostana á bakkann ásamt þeim formum/sultum sem þú ætlar að hafa á bakkanum
2. Næst raðaru kexinu og skinkunni
Í lokinn er fyllt upp í öll göt með berjum, ávöxtum, hnetum og súkkulaði
Það kemst kannski ekki allt kex og allar þær sultur sem þið viljið hafa með á bakkann nema hann sé mjög stór því er fallegt að hafa það á öðrum bakka við hliðina á líka.
Í bakkanum er ég síðan með tvo æðislega osta með smá twisti
Bakaður Brie með bláberjasultu:
Toppurinn er skoin af ostinum og nokkur göt gerð með gaffli. Síðan fer bláberjasulta á toppinn og inn í ofn í 15 mínútur á 180 gráðum blæstri. Best að nota grófa bláberjasultu með heilum berjum. Treystið mér þessi er svakalega góður.
Dala Auður með pekanhnetum og sýrópi:
Það er sama aðferð og með Brie ostinn. Toppurinn skorin af og sýrópi og pekanhnetum stráð yfir. Þessi ostur er bæði góður kaldur og hægt að hita hann í ofni í 15 mínútur við 180 gráður.
Svo er auðvitað möst að bjóða upp á gott rauðvín og þetta rauðvín er dásamlega gott með ostum og súkkulaði.
Sjá hér:
Gleðilegan Ostóber, Það væri gaman að sjá ykkar útfærslur af Ostóber ostabökkum !
Gígja S
Ummæli
Skrifa ummæli