Toblerone Súkkulaðimús



Uppskrift fyrir 4

Tími: 15 mínútur - 3 klst í kæli

Innihald:

130 gr toblerone
1 dl rjómi til suðu
2 eggjahvítur
2 msk sykur
hnífsoddur salt
1 bolli rjómi til að þeyta




Aðferð:

Tobleroneið er brætt yfir vatnsbaði og á meðan er 1 dl af rjóma hitað upp að suðu í öðrum potti. Þegar súkkulaðið er bráðnað er heitum rjómanum hellt yfir og hrært þar til glansandi. Þá er blandan látin standa í skálinni þar til hún hefur kólnað. 
2. Eggjahvítur eru þeyttar með sykri og salti og sett til hliðar
3. 1 bolli rjómi er þeyttur. Helmingur rjómans er tekin til hliðar til skrauts og hinn helmingurinn fer í skál með súkkulaðiblöndunni og eggjahvítunum. 
4.Hrærið hægt og rólega með sleif þar til allt hefur blandast saman
5. Sett í stóra skál eða 4 litlar og inn í ískáp í 3 kst í það minnsta. Músin geymist upp í 3 daga í kæli. 

Toppur: Rjóminn sem þið tókuð til hliðar, súkkulaði og ber. 

Uppskriftina er auðvelt að stækka og músin er einnig æðisleg með hvítu toblerone í stað súkkulaðis í uppskriftinni. Um jólin ætla ég að hafa bæði hvíta og brúna. 



Njótið Vel, Gígja S 

Ummæli