Shakshuka brunch réttur með eggjum og fetaosti


Æðislega góður réttur sem er ekki erfitt að útbúa og fullkomin réttur á morgunverðar eða hádegisborðið með góðu súrdeigsbrauði.




Uppskrift fyrir 3-4

Innihald:
2 msk olía
1/2 laukur
3 hvítlauksrif
2 papríkur
1 tsk cayanne pipar
2 tsk cumin duft
2 stórar dósir af tómötum - Ég notaði eina dós með alveg söxuðum og aðra með bitum
6 egg
salt og pipar
kóríander
jalapeno
fetakubbur


Aðferð:

Byrjið á því að hita olíu á pönnu og steikja lauk þar til hann verður glær og mjúkur, bætið þá við hvítlauk og papríku og steikið í nokkrar mínútur.
Næst fara tómatar ásamt kryddum og látið malla í um 5 mínútur 
Næst eru gerð göt ofan í tómatana með skeið og eggin sett ofan í götin og pönnunni lokað þar til eggjahvítan hefur eldast en það eru um 5 mínútur.
Þegar eggin eru tilbúin er pannan tekin af hellunni og á toppinn er bætt við fetaost, kóríander og jalapeno eftir smekk. 

Æðislega gott með súrdeigsbrauði

Njótið vel, Gígja S

Ummæli