Banana og bláberjamöffins fyrir börnin


Æðislegar sykurlausar möffins, hollari kostur fyrir börn sem fullorðna

Gerir 10-12 muffins

Ofninn hitaður í 180 gráður blástur
Innihald:
1 bolli hveiti
1 stór vel þroskaður banani
1/2 bolli bláber
1 tsk lyftiduft
3 msk grísk jógúrt frá gott í matinn
1 egg
30 gr smjör (Brætt og kælt)
1 tsk vanilludropar
1 tsk kanill
Hafrar á toppinn (val)

Aðferð:
1. Hveiti og lyftidufti blandað saman í sér skál
2. Í aðra skál er egg pískað með gaffti
3. Ofan í skálina með egginu fer svo restin, grísk jógúrt, stappaður banani, bláber, smjör, kanill og vanilludropar. 
4. Öllu þessu er hrært vel saman og því næst hveitiblöndunni með sleif þar til deigið hefuð blandast vel saman. Ég setti dökkan súkkulaðispænir í helminginn af deginu þar sem ég átti það til, kom mjög vel út ef þið viljið prófa það.
5 í möffinsform fer eins og ein væn matskeið af deigi og höfrum stráð yfir
6. Kökurnar eru bakaðar í ofni í 30 mínúturUmmæli