Pizza með cheddar ost, beikoni, karmelluðum lauk og eplumÞessi pizza er dásamlega góð og bráðnar í munni. Ég hafði aldrei prófað epli á pizzu en þessi hráefni passa einstaklega vel saman, salt og sætt.

Uppskrift fyrir 3-4 manns

Innihald

Pizzadeig:

2 dl. vatn
1 tsk sykur
3 tsk þurrger
1 tsk salt
1 msk olía
5 dl hveiti

Álegg:

200 gr. beikon
1 rautt epli
1 meðalstór laukur
Pizzasósa
Rifinn cheddar ostur frá gott í matinn
1 msk smjör
Salt
1 tsk sykur
Basilika

Aðferð:

1.Í skál fer þurrger, sykur og volgt vatn. Um 40 gráðu heitt.
2.Þegar gerið fer að freyða þá er hveiti, olíu og salti blandað saman við og hnoðað í kúlu.
3. Deigið er sett í skál á heitann stað og rakt viskustykki lagt yfir. Deigið er látið hefast í amk. 15 mínútur.

Á meðan deigið er að hefast þá er gott að byrja á álegginu. 

Beikoni er raðað á bökunarpappír og bakað í ofni á 220 gráðum blæstri þar til það er orðið dökkt og stökkt. Þá er það tekið út, þerrað og mulið niður.
Fín skorinn laukurinn er settur á pönnu ásamt smjöri, salti og sykri og látinn malla þar til hann er orðin silkimjúkur og ljósbrúnn.

3. Þegar degið er tilbúið þá er það flett þar til það verður ör þunnt. 

4. Á pizzuna fer pizza sósa, cheddar ostur, fín skorin epli, beikon, laukur og basilika.

Pizzan er bökuð í 10-12 mínútur á 220 gráðum blæstri eða þar til kantarnir eru brúnleitir.


Æðisleg með hvítlauksolíu, Njótið vel kæru lesendur

Gígja S.

Ummæli