Æðislega góð blaut súkkulaðikaka sem bráðnar í munni og tekur ekki langan tíma að útbúa. Kakan er guðdómlega góð með þeyttum rjóma eða ís.
Fyrir 10 manns
Ofninn hitaður í 170 gráður undir og yfir hita
Innihald botn:
200 gr. Smjör
200 gr. 70% Súkkulaði
1 bolli Sykur
4 Egg
1/2 Bolli Hveiti
Innihald krem:
120 gr. Dumle karamellur
3 msk Rjómi
Aðferð:
Smjör og súkkulaði er brætt saman í potti við lágan hita
Á meðan fara egg og sykur í hrærivél og þeytt vel þar til blandan er orðin ljós og létt
Hveitið fer næst út í eggjablönduna og síðast er súkkulaðibráðinni hrært varlega saman við
Deigið er sett í smurt smelluform og bakað í miðjum ofni í 30-35 mínútur
Kakan er þá tekin út og látin aðeins kólna áður en hún er tekin úr forminu
Krem:
Rjómi og karamellur eru bræddar í potti við vægan hita og smurt yfir kökuna og hún kæld
Njótið vel, Gigja S
Ummæli
Skrifa ummæli