Hollar banana og hafra möffins


Þessar getið þið borðað algjörlega samviskulaust, þessi uppskrift er aðeins betrum bætt bloggi sem ég gerði 2014. 

Hráefni:

2 bollar hafrar
1 tsk lyftiduft
1 1/2 tsk kanill
1 bolli mjólk - hægt að nota jurtamjólk 
2 vel þroskaðir bananar, stappaðir
1 msk olía
2 egg
1 tsk  vanilludropar
1 msk agave sýróp ( ekki nauðsynlegt  ) 

Ofninn hitaður á blæstri 180

  • Aðferð:

1. Höfrum, lyftidufti og kanil blandað vel saman í skál
2. Í aðra skál er stöppuðum bönunum, vanilludropum, mjólk, olíu og eggi hrært saman
3. Vökvablöndunni er hellt útí hafrana og hrært vel
4. Látið deigið standi í um 10-15 mínútur svo að hafrarnir mýkist aðeins áður en þeir fara í ofninn
4. Deginu er næst skipt niður í 10-12 form og inn í ofn í 20-25 mínútur eða þar til kökurnar eru orðnar aðeins gylltar

Ég notaði ál form, en það er örugglega ekki síðra að nota bara pappírsform

Njótið vel, Gígja S 

Ummæli