Skyrkaka í páskáfötum



Innihald:
500 gr Vanillu Kea skyr
200 gr kókos og vanillu grísk jógúrt frá örnu
500 ml rjómi
4 msk flórsykur
smá salt
1 pakki LU kex
150 gr smjör
Páskaegg til skrauts

Aðferð:
1. Kexið er mulið í matvinnsluvél og blandað saman við brætt smjörið
2. Í aðra skál er rjómi þeyttur ásamt flórsykri og salti
3. Þegar rjóminn hefur stífnað þá er skyrinu og jógúrtinu bætt út i og hrært varlega
4. Í skál fer síðan sitt á hvað í nokkrum lögum, lu kexið og skyrblandan og kælt í ískáp

Best er að desertinn fái að standa í ískáp í amk. 6 klst áður en hann er borin fram. Gott er að gera hann daginn áður. Gott er að bera kökuna fram með sultu eða ferskum berjum



Njótið Vel og gleðilega páska, Gígja S 

Ummæli