Ostabrauðstangir

Æðislega góðar ostabrauðstangir sem fljótlegt er að gera. Góðar með pizzunni eða bara einar og sér.Innihald:
1 örk tilbúið pizzadeig, eða heimatilbúið pizzadeig sem passar í skúffu
Rifinn cheddar ostur frá gott í matinn
Rjómaostur með graslauk og lauk frá gott í matinn
4 msk Olía
3-4 hvítlauksgeirar
1/2 tsksalt
1 tsk Oregano krydd

Hitið ofninn í 200 gráður blástur

Aðferð:

Setjið pizzadeigið á bökunarpappír
Í litla skál fer olía, pressaður hvítlaukur, oregano og salt
Smirjið rjómaostinn á helminginn af deginu og dreifið cheddar osti yfir rjómaostinn og brjótið svo degið saman
Degið er skorið í lengjur og snúið upp á þær áður en þeim er raðað í ofnskúffuna
Pensilð degið með hvítlauksolíunni og setjið inn í ofn í 8-10 mínútur eða þar til 
brauðstangirnar hafa tekið litBrauðstangirnar eru góðar með pizzasósu, og gott er að rífa parmesan ost yfir sósuna

Njótið vel, Gígja S 

Ummæli