Skírnarveisla -Veigar

Við Skírðum dóttir okkar hana Dagbjörtu Kötlu þann 29 júlí síðastliðinn. Við vildum hafa litla veislu heima í ljósi covid með okkar nánasta fólki. Veitingarnar voru æði en ég vildi ekki hafa of mikið af réttum. Í matinn vorum við með kalt pastasalat og 3 týpur af snittum og í desert var skýrnarterta og veislubakki frá sætum syndum með makkarónum, jarðaberjum, bollakökum og konfekti.


Kökuna bakaði ég sjálf og uppskriftina sem ég nota má finna hér:


Veislubakkinn frá sætum syndum, æðislega góður og fallegur á borðið. Í veislunni voru 20 manns en ég pantaði bakka fyrir 13 þar sem ég var með fleiri veitingar og það var mjög passlegt. Ég gat valið bragð og liti. Hægt er að sjá meira um bakkann hér: http://saetarsyndir.is/veislubakkar-skreytingasett/



Kalt Pastasalat: Uppskriftin er frá tengdamömmu og þetta er í annað skiptið sem hún græjar salatið fyrir veislu hjá mér og það slær heldur betur í gegn, sósan er líka æði. Uppskriftin er hér fyrir neðan:


Snitturnar sem við vorum með voru með saltfisksnittur að hætti pabba, humar brucettur í boði Ragnheiðar Elínar ásamt mozarella og tómat snittum.



Sumarlegt snittubrauð með tómötum, mozarella og fetakubb


1 baguette brauð

1/2 feta kubbur

1 dós mozarella kúlur

1 askja kirsuberjatómatar

fersk basilika

olía

hvítlaukssalt

balsamic vinegar


Aðferð:

Ofninn er hitaður í 200 gráður blástur

Baguette brauðið er skorið niður og því raðað á bökunarpappír

Brauðið er penstað með olíu og hvítlaukssalti

Fetaosturinn, mozarella kúlurnar og tómatarnir eru skornir niður

Næst fer brauðið inn í ofn í 2 mínútur, brauðið er þá tekið út og fetaost og mozarella dreyft jafnt á brauðin og brauðið sett aftur inn í 2-3 mínútur

Í lokinn fara tómatarnir og basilikan, best er að setja balsamic vinegar á snittuna rétt áður en hún er borin fram þar sem brauðið dregur hana í sig ef hún er of lengi á brauðinu. 



Saltfisk snitturnar eru æði, ég þarf að ath hvort pabbi vilji uppljóstra uppskriftinni sinni og þá geri ég sér blogg fyrir þær.

Bleikir sumar drykkir í stíl við þemað

Ég var ekki með neitt skraut nema lifandi blóm í stofunni og í kringum matarborðið.

Vonandi gaf þetta ykkur eitthvað smá inspó fyrir veislu

Mbk, Gígja S 





Ummæli