Snittubrauð með tómötum, mozarella og fetakubb

Gerði þessar dásamlega góðu og sumarlegu snittur um daginn. Tekur stutta stund að útbúa snitturnar og þær tilvaldar á veisluborðið við öll tilefni í sumar. 

Innihald 1 skammtur sem dugar fyrir 5-6 manns


1 baguette brauð

1/2 feta kubbur

1 dós mozarella kúlur

1 askja kirsuberjatómatar

fersk basilika

olía

hvítlaukssalt

balsamic vinegar


Aðferð:

Ofninn er hitaður í 200 gráður blástur

Baguette brauðið er skorið niður og því raðað á bökunarpappír

Brauðið er penstað með olíu og hvítlaukssalti

Fetaosturinn, mozarella kúlurnar og tómatarnir eru skornir niður

Næst fer brauðið inn í ofn í 2 mínútur, brauðið er þá tekið út og fetaost og mozarella dreyft jafnt á brauðin og brauðið sett aftur inn í 2-3 mínútur

Í lokinn fara tómatarnir og basilikan, best er að setja balsamic vinegar á snittuna rétt áður en hún er borin fram þar sem brauðið dregur hana í sig ef hún er of lengi á brauðinu. Njótið vel, Gígja S 

Ummæli