Æðislega góður og fljótlegur kjúklingaréttur með brokkolí og chili rjómaosti
Uppskrift fyrir 4
Innihald:
4 kjúklingabringur
200 gr rjómaostur með grillaðri papriku og chilli
1 miðlungs brokkolíhaus
rifinn pizzaostur
salt,pipar og paprikukrydd(eða cayanne)
Aðferð:
Ofninn hitaður í 180 gráður blástur
Kjúklingabringurnar eru skornar smátt niður, kryddaðar og lagðar í eldfast form
í aðra skál er smátt skornu brokkolí blandað saman við rjómaostinn og honum næst bætt út í eldfasta formið
Kjúklingurinn er eldaður í um 35 mínútur en það er gott að setja rifna ostinn yfir þegar um 15 mínútur eru búnar af eldunartíma.
Réttinn bar ég fram með grjónum og sýrðum rjóma
Njótið vel, Gígja S
Ummæli
Skrifa ummæli