Pestó kjúklingapasta með aspas og ostakubb
Þessi pastaréttur lætur mig fá vatn í munninn ef ég hugsa um hann. Rétturinn er rosalega ferskur og góður og hægt er að bera hann fram bæði kaldan og heitan.


Fyrir 4 plús


Innihald:

3 kjúklingabringur

3-4 bollar pasta

eitt búnt aspas

3 msk grænt pestó

1/2 tsk sítrónusafi

Ostakubbur frá MS

Furuhnetur

basilika (val)

olía

salt og pipar


Aðferð:


Kjúklingurinn er eldaður með salti og pipar. Ég grillaði kjúklinginn á mínútugrilli til að fá smá grillbargð. Einnig er hægt að elda hann í ofni á 200 blæstri í 25-30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn.

Aspasnum er velt upp úr olíu, salti og pipar og settur í ofninn á 200 gráður blástur í um 15-20 mínútur eða þar til hann hefur fengið góðan lit.

Á meðan er pastað sett í pott og eldað eftir leiðbeiningum pokans, þið getið notað það pasta sem ykkur finnst best.

Furuhneturnar eru ristaðar í smá stund á pönnu við háan hita, best að fylgjast vel með þeim svo þær brenni ekki. 

þegar pastað, kjúklingurinn og aspasinn er tilbúið þá er kjúklingurinn skorin niður og þessu þrennu blandað saman í skál.

Í skálina fer næst pestó og sítrónusafi og hrært vel saman og fært yfir í það form sem þið ætlið að bera réttinn fram.

Rétturinn er borin fram með ostakubbi, furuhnetum og basiliku(val).

Njótið vel, Gígja S 

Ummæli