Rækju Taco



Rækju tacoið er æðislega ferskt og gott og sósan er setur heldur betur punktinn yfir i. 


Uppskrift fyrir ca þrjá en auðvelt er að stækka uppskriftina


Innihald:

8 litlar taco pönnukökur

500 gr risarækjur

Hvítlaukur, einn eða meira eftir smekk

Olía

Smjör

salt og pipar


Taco Sósa:

1 dós 36% sýrður rjómi frá gott í matinn

1/2 lime

1/4 tsk cumin krydd

1 tsk hvítlaukssalt

1/2 tsk cayanne pipar

1 msk hot sauce


Guacamole:

2 avocado

1/2 rauðlaukur

1 tómatur

1/2 lime 

salt og pipar


Rauðkálssalsa:

1/3 rauðkálsshaus

2 msk af taco sósunni 


Á toppinn:

Lime og kóriander


Aðferð:

Fínt er að byrja á að gera guacamole og taco sósuna.

Avocadoið er stappað og fínt skornum rauðlauk og tómat er bætt við og hrært. Síðan er lime safa, salti og pipar bætt við.

Í sýrða rjómann hrærum við saman lime safa,hvítlaukssalt, cayanne pipar og hot sauce.

Rauðkálið er skorið niður og 2 msk af taco sósunni bætt við og hrært. Þá eru öll meðlætin sem fara í tacoið tilbúin og þá er að elda rækjurnar og steikja pönnukökurnar.

Rækjurnar fara í eldfast form með bræddu smjöri, hvítlauk, salti og pipar og eldaðar í ofni á 250 gráðum í 5-7 mínútur. Einnig er hægt að steikja rækjurnar á pönnu með smjöri salti og pipar í um 3 mínútur á hvori hlið.

Á litla pönnu fara nokkrar msk af olíu og hún hituð vel. Pönnukökurnar eru svo snögg steiktar upp úr olíunni. Mér finnst kökurnar bestar steiktar en einnig er hægt að setja þær í ofninn 1-2 mínútur rétt til að hita þær. 

Nú er bara að bera rækju tacoið á borð og fólk getur sett sjálft í þær. Rauðlaukssalsa, guacamole, rækjur, taco sósu, lime og kóríander.






Njótið vel, Gígja S 

Ummæli