Þorskur með smjörsósu, chili og furuhnetum
Þennan þorskrétt hef ég verið að gera lengi, uppskriftin var upprunalega öðruvísi en þegar það eru tvö lítil börn á heimilinu þá er tíminn í eldamennskuna minni og ég er búin að vera auðvelda hana og er ekki frá því að hún verði betri með tímaum. Ég ætla deila með ykkur þessari dásamlega góðu fiski uppskrift, þið verðið sko ekki svikin. 


Uppskrift fyrir 3, auðvelt að stækka


Innihald fiskur:


600 gr þorskur

3-4 stilkar fersk steinselja

2 fersk chili

70 gr ristaðar furuhnetur (ég kaupi þær ristaðar, ef þær eru ekki ristaðar þá þarf að rista þær aðeins á pönnu)

2 msk olía

safi úr 1/2 sítrónu

salt og pipar


Smjörsósa: 

100 gr. smjör

3 msk soyasósa


Karteflumús:

1 stór sæt kartefla

3 msk. smjör

2 hvítlauksrif pressuð

salt


Aðferð karteflumús:

1.Berið smá olíu á kartefluna í heilu lagi og setjið inn í ofn á 150 gráður í 2 tíma.

2. þegar karteflan er orði elduð í gegn er hún tekin út og skafað innan úr henni og sett í skál ásamt smjöri, hvítlauk og salti. 

3. Ég er mjög hrifin af þessari aðferð þar sem uppvaskið er minna og það þarf ekki að vera fylgjast með karteflunni, heldur set ég hana inn 2 tímum fyrir kvöldmat og tek út þegar fiskurinn fer inn.


Aðferð fiskur:

Skerið niður steinselju og chili og setjið í skál með furuhnetum, olíu, sítrónusafa og salti og pipar.

leggið þorskflökin í eldfast mót. Saltið og piprið og setjið 2/3 af blöndunni ofan á fiskinn.

fiskurinn er síðan eldaður í ofni á 200 gráðum í 12-15 mínútur. 


Aðferð Smjörsósa:

Þegar fiskurinn fer inn í ofn þá er gott að byrja á smjörsósunni

Smjör er brætt í potti við miðlungs hita og látið malla í um 10 mínútur.

Þá er smjörið tekið af hellunni og froðan veidd af með skeið.

Soya sósunni er bætt við smjörið


Þegar allt er tilbúið þá fer fiskurinn og karteflurnar á diskinn, smjörsósunni hellt yfir og restin af furuhnetublönduni sett á.


Njótið vel, Gígja S 

Ummæli