Þessi réttur er sannkölluð veisla fyrir braðlaukana. Hentar vel sem forréttur í veislu eða jafnvel bara sem aðalréttur.
Innihald:
Burrata ostur 1-2 ostar
1 krukka grænt pestó
Litlir tómatar
Ristaðar furuhnetur
Basilika
Baguette brauð
100 gr íslenskt smjör
salt og pipar
hvítlaukssalt
basil krydd
Olía
Aðferð:
Ofninn Hitaður í 200 gráður blástur
Tómatarnir eru skornir í tvennt og penslaðir með olíu, salti, pipar og basil kryddi.
Baguette brauðið er skorið í sneiðar og penslað með bræddu íslensku smjöri og hvítlaukssalti
Tómatarnir og brauðinu er raðað í ofnskúffu og hitað í um 15 mínútur eða þar til brauðið er orðið aðeins brúnt og tómatarnir eldaðir
Á disk fer Burrata osturinn, pestóið, tómatarnir og furuhneturnar
Til Hliðar er gott að hafa auka furuhnetur og ferska basiliku
Njótið vel, Gígja S
Ummæli
Skrifa ummæli