Hrekkjavöku Ostakúla
Æðislega góð ostakúla sem er tilvalin á Hrekkjavökuborðið.
Innihald:
400gr Rjómaostur frá gott í matinn
200 gr Mexikósk ostablanda frá gott í matinn
1/2 laukur
1 tsk cumin
2 msk salsasósa
Papríka (bara fyrir toppinn)
1 poki Ostasnakk td appelsínugult doritos
Aðferð:
1. Rjómaostinum, mexikó ostinum, smátt skornum lauk, cumin og salsasósu er hrært vel saman í skál.
2. Plastfilma er lögð á borðið og ostablandan ofan á filmuna. Setjið næst endana á filmunni saman og myndið kúlu og setið í ískáp í um 2 tíma. Hægt er að setja hana aðeins inn í frystir til að flýta fyrir að hún verði þéttari.
3. Snakkið er mulið smátt í skál og toppurinn af papríku skorin af.
4. Þegar osturinn er til þá er plastfilman tekin af og kúlunni vellt vel upp úr snakk mulingnum. Svo er hægt að móta hana aðeins svo hún líkist graskeri.
5. Toppurinn er settur á og svo er bara að njóta með snakki, kexi eða pretsel.
Gleðilega hrekkjavöku, Gígja S
Ummæli
Skrifa ummæli